Andleg vísindi og Þriðja Testamentið (myndband)

Post date: Apr 15, 2017 12:15:25 PM

Andleg vísindi


Margt innan heimsfræðinnar er í samræmi við kjarna flestra heimstrúarbragða auk þess sem margt innan hennar er í fullkomnu samkomulagi við niðurstöður raunvísindanna. Heimsfræðin er í raun andleg vísindi sem sameinar trúarbrögð og raunvísindi og gerir lesandanum kleift að líta heiminn öðrum augum. Hún sýnir okkur að án hins andlega eru raunvísindin ófullkomin og munu ekki geta veitt okkur svörin við lífsgátunni. Það er ekki fyrr en eftir samruna efnisvísindanna og hinna andlegu vísinda sem svörin eða sannleikurinn mun birtast mannkyninu. Svör við spurningum eins og; Hver er ég? Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara? Allt eru þetta áleitnar spurningar sem að hinn fróðleiksfúsi leitandi getur fundið svör við með ítarlegri skoðun á heimsmyndinni.

Menn virðast, sökum aukinna vitsmuna og þroska, hafa vaxið frá hinum hefðbundnu hugmyndum trúarbragða um lífið. Sumir hafa svo að segja misst hæfileikann til þess að trúa. Menn vilja rökstuðning og samþykki vísindanna fyrir sérhverri hugmynd til þess að veita henni viðtöku sem sannindum. "En það væri mjög ósanngjarnt að ásaka þessa menn fyrir framkomu þeirra", segir Martinus. "Því að þeim er ómögulegt að trúa á kenningar trúarhugmyndanna, einmitt fyrir það, að þær eru aðeins birtar sem hreinar niðurstöður eða staðhæfingar án þeirrar rökréttu eða vísindalegu uppbyggingar, sem þær hvíla á" (Heimsmyndin Eilífa I, inngangur).

Heimsfræðin er einmitt ætluð sömu mönnum og Martinus talar um hér að ofan, þ.e. einstaklingum sem hafa hvorki getu né löngun til þess að trúa í blindni á órökstuddar kennisetningar eða kreddur, en eru samt sem áður andlega leitandi í eðli sínu. Þetta geta verið mannúðlegt efahyggju- eða efnishyggjufólk sem er ekki alveg lokaðir fyrir þeirri hugmynd að til sé æðri máttur að baki sköpuninni. Ekki er ólíklegt að þessir aðilar, sér í lagi þeir sem tilheyra þeim hópi fólks sem aðhyllist vísindalegri hugsun, muni setja einhverja fyrirvara áður en þeir veita hinum kosmisku greiningum Martinusar viðtöku. Eina sem krefst af lesandanum er opin hugur.

Einhverjir kynnu að líta svo að kosmiskar greiningar Martinusar sé einungis kenningar. Hann sett verk sín hins vegar ekki fram á þann hátt, því fyrir honum voru þetta lögmál eða staðreyndir sem byggðar voru á persónulegum upplifunum hans á veruleikanum. Þessi lögmál eru síðan snilldarlega útskýrð með rökréttum útskýringum og táknmyndum. Kenna samtíma raunvísindi okkur ekki að forsenda staðreynda séu sannanir? Því er fremur ólíklegt að vísindalega þenkjandi einstaklingar veiti heimsfræðinni tafarlaust viðtöku, eðlilega. Þeir gætu þá til þess að byrja með litið á heimsmyndina sem kenningu og sannreynt hana svo með samanburði við niðustöður raunvísindanna. Martinus var viss í sinni sök og óttaðist ekki að heimsmynd sín væri ófullkomin eða að hún reyndist ósönn. Heimsfræðin felur nefnilega ekki í sér einfalda trú né siðalögmál en býður þess í stað upp á vitrænt og andlegt frelsi til þess að sannreyna lögmál lífsins í gegnum eigin reynslu. Hún veitir útskýringu hvort tveggja á hinum efnislegu sem og hinum andlegu þáttum tilverunnar. Kosmisku greiningar Martinusar afhjúpa hin óefnislegu lögmál á bak við hugsanirnar eða andlega heiminn.

Eftirfarandi er tekið af vef Martinus Institute og útskýrir í stuttu máli um hvað heimsfræðin snýst og hvað hún snýst ekki um. Þetta eru góðir punktar að því leyti að þeir eiga að koma í veg fyrir algengan misskilning sem vill verða í kringum verk Martinusar og köllun hans. Hann lagði sjálfur mikla áherslu á þessa hluti, bæði í ræðum sínum og ritum:

Hvað heimsfræðin er

  • Hún veitir rökrétt hvetjandi svör við grundvallar spurningum lífsins. Hún leiðir til jákvæðra lífsviðhorfa, og hún veitir undirstöðu fyrir samhuga og velviljuðum samskiptum milli allra manna og allra lifandi hluta.
  • Heimsfræðin er aðeins ætluð fyrir þá sem þykir hún veita sér sérstakar inspirasjónir. Þeir munu aðallega vera mannúðlegir efnishyggjumenn.
  • Heimsfræðin er í fullkomnu samræmi við ákveðnar niðurstöður raunvísinda.
  • Einhver áhugamaður um heimsfræði Martinusar getur litið á hana sem kenningu um lífið sem getur verið stúderuð án takmarka. Hver og einn getur metið heimsfræðina sjálfstætt á grundvelli þeirra eigin reynslu og hæfileika til skilnings, tilfinninga og hugsjóna. Engum ætti að finnast hann bundinn eitthverju öðru en eigin sannfæringu.
  • Heimsfræðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir greinilega órökrétt innihald trúarbragða heimsins þá býr þar undir mikið af algjörlega skýrum vitsmunalegum sjónarmiðum. Fyrir þær sakir hefur Martinus nefnt verk sín í heild “þriðja Testamentið”.

Hvað heimsfræðin er ekki

  • Heimsfræðin er ekki á einn eða neinn hátt ný trúarskoðun. Hún á ekki að verða sér út um fylgismenn, og trúarathafnir eiga ekki að fylgja henni í neinni mynd.
  • Hún á ekki að skapa undirstöðu til myndunar samtaka né á hún að fela í sér einhverskonar félag.
  • Hún á ekki að hafa áhrif á fólk gegn þeirra eigin áhuga og/eða óskum.

Megin markmiðið í ætlun eða köllun Martinusar var að greiða veg hins andlega veruleika svo fólk geti öðlast raunverulega þekkingu um andlega þætti tilverunnar.

En til þess að eitthvað geti orðið að þekkingu, þarf reynsla að liggja þar að baki. Það er ekki nóg að umræddur veruleiki sé þekking fyrir mér, að ég geti útskýrt hann fyrir öðrum manneskjum. Þessar manneskjur þurfa náttúrulega að leggja hart að sér við að rannsaka þessar útskýringar. Útskýringarnar eru aðeins vegvísir, en veginn þarf að ganga ef áfangastað skal náð.

(Martinus, 1932: Upplýsingar um mín andlegu verk)

Martinus gefur sannleiksleitandanum loforð. Það felur í sér að með því að rannsaka andlegu vísindin eða alheimsgreiningarnar og lausnina við lífsgátunni muni rannsakandinn upplifa það sem Martinus upplifði sjálfur, þ.e. verða andlega fullvalda líkt og hann varð sjálfur andlega fullvalda. Þegar einstaklingur er kominn á þetta þroskastig hefur hann að geyma æðstu alheimslega þekkingu hið innra með sér og þarf ekki lengur að leita þekkingar annars staðar. Þá hefur viðkomandi orðið fullkomnlega meðvitaður um vilja forsjónarinnar sem stýrir og leiðbeinir heiminum. Þetta er eitthvað sem Martinus útskýrir nánar í greiningum sínum og er lesandanum bent á að lesa Livets Bog (Bók Lífsins) og Heimsmyndina Eilífu til þess að fræðast betur um þetta og fleira sem viðkemur heimsskipaninni eilífu.

Þriðja Testamentið

Martinus heldur því fram að Guð eða Forsjónin hafi útnefnt sig til þess að birta hugggarann, heilagan anda í formi andlegra vísinda. Hingað til hafa menn verið ómeðvitaðir um hinn andlega veruleika og eilíft líf nema að því takmarkaða leyti sem þeir hafa fengið í gegnum heimstrúarbrögð og heimslausnara. Nú getur hver sem er nálgast þessa þekkingu með tilkomu andlegra vísinda, þ.e. greiningunni á heimsmyndinni. Skilyrðin eru þau að rannsakandinn þarf að vera nægilega þroskaður að vitsmunum og innsæi. Í gegnum könnun sína á þessum vísindum, segir Martinus, munu hugsanir og sála nefnds rannsakanda verða fyllt þessum "huggara" eða "heilaga anda", í formi "alheimsvitundar", "sem mun gera anda hans í samsvarandi mæli "eitt með Föðurnum" og á þann hátt vekja hann upp frá "dauðasvæði" spíralsins og gera honum kunnugt um "eilíft líf" sem meðvitaða staðreynd". (Livets Bog IV, kafli 1539)

Boðskapur Krists er vísirinn sem mun leiða til myndunar nýs hugarfars kærleika og fyrirgefningar hjá mannkyninu. Þó svo að þessi boðskapur feli í sér eilíf lögmál eða sannindi þá höfðar hann ekki jafn vel til þeirra sem þróast hafa frá skoðunum Kristinnar trúar. Þetta eru einstaklingar sem hafa "vísindalegt" hugarfar eða rökhugsun og hafna kenningum kirkjunnar sem höfða ekki til vitsmuna þeirra. Nýja testamentið er ekki nýtt í þeim skilningi að það var skrifað fyrir 2000 árum fyrir manneskjur sem höfðu hvorki mikla vitsmuni né vísindalegt hugarfar. Jesú var fullkominn maður með kosmiska vitund sem hefði getað útskýrt eilíf lögmál alheimsins en gerði það ekki, því fólk þess tíma hafði ekki vitsmunalega getu til að geta skilið slík sannindi. Þess í stað höfðaði hann til eðlishvatar og tilfinninga samtíðarmanna sinna og notaðist við líkingar- eða myndmál í útskýringum sínum á sannindum eða leyndardómum lífsins. Dýrslegt hugarfar manna á dögum Krists gerði þá ófæra um að taka við lausninni á lífsgátunni. Líkt og Jesú sagði með eigin orðum: "Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki borið það nú. En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann" (Jóh. 16:12-13).

Maðurinn er mun gáfaðari í dag en hann var á tímum Krists og er nú orðinn fullfær um að meðtaka sannleikann milliliðalaust og skilja sem vísindalegar staðreyndir. Trúarbrögð eru þannig að verða óþörf.

Öll hin kosmisku sannindi lífsins hafa nú verið færð mannkyninu með verkum Martinusar.

Eftirfarandi er tilvitnun um þessi mál úr bók eftir Else Byskov sem fjallar um endurholdgun út frá heimssýn Martinusar.

Ætlunarverk Martinusar er framhald af ætlunarverki Krists þar sem hinn síðarnefndi tilkynnti komu Martinusar fyrir tvö þúsund árum þegar hann lofaði að faðirinn myndi senda einhvern til þess "að leiða yður í allan sannleikann". Þar af leiðandi eru verk Martinusar kölluð "Þriðja Testamentið". Í gegnum allt Þriðja Testamentið útskýrir Martinus mörg af orðum Jesú. Hann leiðir í ljós hvernig við getum skilið þau í dag, hvernig við getum fært þau úr búningi skáldlegrar umorðunar og táknfræði yfir í kosmisk sannindi. Þetta er það sem Jesú vísir til þegar hann segir: "Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður" (Jóh. 16:4). Sem dæmi um þetta mætti nefna útskýringu Martinusar á karma lögmálinu sem Jesú útskýrði með orðunum. "Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla" (Else Byskov, Death is an Illusion [Dauðinn er

blekking]).

Í stuttu máli er Martinus andlegur kennari sem skapað hefur andleg vísindi sem öllum mönnum er frjálst að rannsaka og tileinka sér. Hann óskaði sér ekki að neinn tryði á hann sérstaklega og vildi alls engin trúarbrögð tengd heimsfræðinni. Martinus skrifaði þriðja testamentið sem er, samkvæmt honum sjálfum, uppfylling á spádóminum um endurkomu Krists í formi heilags anda.