Lesefni og greinar

Í heftinu Viðtöl og greinar er að finna flest þau viðtöl og greinar sem birst hafa í íslenskum dagblöðum um danska lífsspekinginn Martinus.

"Martinus kom fyrst til Íslands þann 7. september. 1952 í boði Guðspekifélags Íslands og síðan kom hann sex sinnum eftir það í boði vina og kunningja. Hann átti marga vini og kunningja á Íslandi en meðal þeirra voru Vignir Andrésson íþrótta kennari og þórunn kona hans. Vignir var mikill áhugamaður um fræði Martinusar og var nokkurs konar fylgdarmaður hans er hann var hér á landi. Hér verður í stuttu máli rakið hvernig sagan hefur þróast varðandi þýðingar og útgáfu á bókum Martinusar á Íslandi (Viðtöl og greinar, bls 1)".

Heftið er aðgengilegt neðar á síðunni (smellið til að skoða PDF á vefnum).